Sjúkraþjálfarar í kvenheilsu
Það er sorglegt að vita til þess að konur upplifa oft óþægindi eða einhversskonar kvilla á eða eftir meðgöngu og fæðingu og trúa því að þetta sé þeirra nýi raunveruleiki. Konur fara því oft í gegnum lífið verkjaðar þegar það er hægt að fá aðstoð og því langar mig að hvetja allar konur sem finna fyrir einhvernskonar óþægindum tengdum kvenheilsu að fara til læknis og fá beiðni fyrir sjúkraþjálfun – það er fyrsta skrefið í átt að betri lífsgæðum.
Ég hef deilt þessum lista á instagram hjá mér og fæ reglulega spurningar frá fylgjendum um hvaða sjúkraþjálfarar hafa sérhæft sig í kvenheilsu og því langar að hafa hann aðgengilegan hér á síðunni og hafa möguleika á að bæta inn á hann. Ef þú veist af fleiri sjúkraþjálfurum sem hafa sérþekkingu á sviði kvenheilsu þá máttu endilega láta mig vita svo ég geti bætt því við.
Höfuðborgarsvæðið
- TÁP – Fanney, Sólbjört, Aldís og Tobba
- Styrkur – Herdís
- Kjarni Kíró – Kara
- Endurheimt – Agnes
- Gáski – Svandís og Ásta
- Stígandi Sjúkraþjálfun – Ólafía og Anna
- Vivus – María
- Sjúkraþjálfun Íslands – Guðrún Halla og Nadía Margrét
Landsbyggðin
- Sjúkraþjálfun Selfoss – Hildur
- Efling Akureyri – Soffía
- Sjúkraþjálfun Suðurnesja – Þorgerður
Ég hef ekki haft samband við hverja og eina á þessum lista og fengið staðfestingu á sérþekkingu þeirra og því má endilega senda á mig ef farið er með rangt mál.