GeoSilica fæðubótarefni

Hvar á ég að byrja ..
Mér fannst ég bara tilneydd til að skrifa aðeins um GeoSilica en það er fæðubótarefni sem lagfærir, endurnýjar og endurnærir líkamann á náttúrulegan hátt! Vörurnar eru 100% náttúrulegar og hreinar og eru steinefnin unnin úr eldvirkum jarðvegi Íslands – hversu geggjað?
Allar vörurnar eru vegan en ég hef prófað tvær þeirra – RENEW og REFOCUS!

Ég er mjög matvönd og viðkvæm fyrir alls konar mat og vökva svo ég var pínu hrædd um að höndla ekki fæðubótaefni í vökvaformi en það kom mér á óvart að ég fann ekkert bragð af RENEW og mér fannst áferðin ekki erfið – ég fæ mér alltaf bara vatnssopa eftir staupið og finn ekki fyrir neinu. Ég hef hinsvegar heyrt að einhverjum finnist áferðin skrítin og þá er gott að vita að það má blanda þessu við annan vökva og þar sem þetta er nánast alveg bragðlaust hefur það engin áhrif. Hins vegar fékk ég að heyra að REFOCUS væri bragðmikið og því ákvað ég strax frá fyrsta staupi að blanda því í örlítið af appelsínusafa eða í aðra bragðsterka drykki og finn ekkert fyrir því – ég set 10ml af REFOCUS og fylli upp í skotglasið með safa.

Því miður er ekki mælt með því að taka þetta inn á meðgöngu þar sem áhrif kísils á barnshafandi konur hafa ekki verið rannsökuð nægjanlega vel að svo stöddu. Það er hins vegar í góðu lagi að taka inn vöruna með barn á brjósti (sem er fullkomið einmitt þegar hárlosið byrjar).

RENEW

RENEW hefur þrjú innihaldsefni; kísil, kopar og sink (án aukaefna). RENEW er örlítið beisk á bragðið en eins og ég tók fram hér að ofan finnst mér hún nánast bragðlaus. Ég byrjaði að taka RENEW þegar ég var með mikið hárlos eftir meðgöngu og ég fann strax á fyrsta mánuðinum hvað litlu “babyhárin” eins og þau eru oft kölluð uxu hratt! Ég vil ekki segja að varan hafi komið í veg fyrir hárlos þar sem það eru bara hormónar sem stjórna því en það sem ég vildi fá út úr því að nota vöruna var að fá hárið til baka sem allra fyrst. Ég tók líka þátt í rannsókn á meðgöngu þar sem þurfti að klippa tvo lokka úr hárinu á mér og eftir að ég byrjaði að taka inn RENEW fóru þeir á flug með babyhárunum.

REFOCUS

REFOCUS inniheldur þrjú innihaldsefni; kísil, járn og d vítamín (án aukaefna). Það er áberandi járn bragð af REFOCUS en það stafar af járninu sem varan inniheldur. Varan hefur einnig öðruvísi lit en hinar GeoSilica vörurnar sem er aljgörlega eðlilegt en liturinn kemur af D3 vítamíninu sem er unnið úr þörungum. Ég er nýbyrjuð að taka inn REFOCUS og get því ekki myndað mér mikla skoðun á henni strax en þar sem ég hef verið mjög vansvefta síðustu mánuði (ég virðist bara eignast börn sem kunna ekki að sofa) og því kom þetta inn í líf mitt á hárréttum tíma. Það er krefjandi að mæta í vinnu eftir svefnlitla nótt og reyna að halda einbeitingu en ég hef mikla trú á að REFOCUS geti hjálpað mér!

Það eru svo til fleiri tegundir sem ég hef ekki prófað en vonandi næ ég að koma inn reglulegri og meira krefjandi hreyfingu í rútínuna einn daginn og þá langar mig að prófa RECOVER.

Ég mæli með að fylgja þeim á instagram @geosilica fyrir alls konar fróðleik og þar getið þið séð öll jákvæðu áhrifin sem kísillinn hefur.

Þú færð 10% afslátt af vörum frá Geosilica á heimasíðunni þeirra með því að nota kóðann: birna10

Ég fékk vörurnar að gjöf en það var alls ekki gerð nein krafa um umfjöllin heldur langaði mig einfaldlega til að mæla með þeim <3

Share your love

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Required fields are marked *